Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga;
var ekki einsog væri um skeið
vofa í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.
Sumir fóru fyrir jól,
-fluttust burt úr landi,
heillum snauðir heims um ból
hús þeir byggja á sandi.
Í útlöndum er ekkert skjól,
-eilífur stormbeljandi.
Þar er auðsýnt þurradramb
þeim sem út er borinn,
eingin sól rís yfir kamb
yfir döggvuð sporin.
Þar sést hvorki lítið lamb
né lambagras á vorin.
Þá er börnum betra hér
við bæarlækinn smáa,
í túninu þar sem trippið er.
Tvævetluna gráa
skal ég góði gefa þér
og gimbilinn hennar fráa.
Og ef þig dreymir ástin mín,
Oslóborg og Róma,
vængjaðan hest sem hleypur og skín,
hleypur og skín með sóma,
eg skal gefa þér upp á grín
alt með sykri og rjóma.
Einsog hún gaf þér íslenskt blóð,
úngi draumsnillíngur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fingur,
-á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið sýngur.
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga;
var ekki einsog væri um skeið
vofa í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.
Sumir fóru fyrir jól,
-fluttust burt úr landi,
heillum snauðir heims um ból
hús þeir byggja á sandi.
Í útlöndum er ekkert skjól,
-eilífur stormbeljandi.
Þar er auðsýnt þurradramb
þeim sem út er borinn,
eingin sól rís yfir kamb
yfir döggvuð sporin.
Þar sést hvorki lítið lamb
né lambagras á vorin.
Þá er börnum betra hér
við bæarlækinn smáa,
í túninu þar sem trippið er.
Tvævetluna gráa
skal ég góði gefa þér
og gimbilinn hennar fráa.
Og ef þig dreymir ástin mín,
Oslóborg og Róma,
vængjaðan hest sem hleypur og skín,
hleypur og skín með sóma,
eg skal gefa þér upp á grín
alt með sykri og rjóma.
Einsog hún gaf þér íslenskt blóð,
úngi draumsnillíngur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fingur,
-á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið sýngur.
×