Lingua   

Warszawianka 1905 roku [Варшавянка; La Varsovienne; ¡A las barricadas!]

Autori Vari / Different Authors / Différents Auteurs
Pagina della canzone con tutte le versioni


1z1. Varsjá-söngurinn - Versione alternativa islandese (1931) 1z1. V...
WARSHAWJANKA

Við sem að enn eigum þrek til að þreyta
þróttmikið stríð móti skorti og neyð,
tókum við byrðum af bræðrum sem féllu
blóðgan í valinn, en ruddu oss leið.

Heyr stormurinn þýtur, stundin er komin,
stormurinn boðar oss frelsins vor.
Æskunnar hetjur við hrynjandi söngva
hugdjarfar ganga í feðranna spor.

Heyr stormurinn þýtur, stundin er komin,
stormurinn boðar oss frelsins vor.
Æskunnar hetjur við hrynjandi söngva
hugdjarfar ganga í feðranna spor.

Svo þegar skeið vort að sköpum er runnið
skýlir oss jörðin, vor orrustuslóð.
Fáninn sem reis yfir feðranna draumi
fylkir til orrustu sigrandi þjóð.

Heyr stormurinn þýtur, stundin er komin,
stormurinn boðar oss frelsins vor.
Æskunnar hetjur við hrynjandi söngva
hugdjarfar ganga í feðranna spor.

Heyr stormurinn þýtur, stundin er komin,
stormurinn boðar oss frelsins vor.
Æskunnar hetjur við hrynjandi söngva
hugdjarfar ganga í feðranna spor.
Varsjá-söngurinn

1.
Uppreisnin breiðist svo ótt yfir landið.
Upp, upp til vopna, þú kúgaða stétt.
Skyldan, hún kallar til orustu alla,
afl móti valdi, þá sigrum við létt.

Við eigum frelsis ólgandi elda,
upphefjum blóðrauða fánann með dáð.
Verkamenn, fylkist nú féndunum móti,
fram, nú skal síðasta orustan háð.

Allslausi múgur, engu átt' að tapa,
öðru en hlekkjum, þín lausn er þitt starf.
Bráðum skal öreigans alræði drottna,
þá er okkar tími að bæta vorn arf.

2.
Sultur og neyð hefur nagað oss alla.
Níðingsins þjóðfélag bráðum er nár,
Brjótið þið nú hina bölvuðu hlekki.
Blóðhefndin ein getur læknað vor sár.

Með lífinu höfum við hugsjónir goldið,
sem hefja til frelsis hinn kúgaða lýð.
Fram því i vigið, sjá fánunum blæðir,
fram, rauði herinn er búinn í stríð.

Allslausi múgur, engu átt' að tapa,
öðru en hlekkjum, þín lausn er þitt starf.
Bráðum skal öreigans alræði drottna,
þá er okkar tími að bæta vorn arf.


Pagina della canzone con tutte le versioni

Pagina principale CCG


hosted by inventati.org